Saturday, November 21, 2015

Því ekki að setja nokkur met


Án þess að fara í enn einn Golden State-hlemminn hérna, verðum við bara að taka það fram að þetta sem Stephen Curry og liðið hans er að gera um þessar mundir, hefur ekki gerst mjög oft í sögunni. Golden State er nú aðeins einum sigri frá því að jafna metið yfir flesta sigra í röð í upphafi leiktíðar og fimmta liðið til að byrja 14-0. Mikið má vera ef þetta met fellur ekki í vikunni.

Stórstjarnan Stephen Curry er að spila svo vel og í áður óþekktum hæðum og gæðum, að menn eru farnir að velta því alvarlega fyrir sér hvað þeir eigi að kalla þetta æðiskast hans í haust. Hvort hann ætli ekkert að fara að slappa af.

Þið munið kannski eftir því þegar Kobe Bryant var að leika sér að því að verða stigakóngur hérna fyrir um tíu árum síðan, þegar hann skoraði yfir allt og alla þegar honum sýndist.

En Lakers-liðið hans Kobe Bryant í þá daga var lélegt eða amk ekkert sérlega gott, enda var Kobe á græna ljósinu svo um munaði.

Það er hinsvegar ekkert lélegt við 2015 módelið af Golden State Warriors, nema kannski ef Marrese Speights ætlar að hengja jólaskraut á vörtuna á hausnum á sér. Það yrði ekkert spes.

Curry gerir auðvitað margt og mikið meira en að skjóta og er absalút heilinn á bak við allt sýstemið sem er Warriors. Það er bara nóvember, en hver ætlar að taka fram úr Curry í MVP-kapphlaupinu?

Harden? lol
Brúnar? lol
LeBron?
Durant?

Blökkumaður vinsamlegast! 

Russ fengi nokkur atkvæði, en þá er það upptalið. Curry er stunginn af horfir ekki um öxl. Maður lítur ekki um öxl þegar maður er stórskytta. Maður fær sér Engjaþykkni og heldur áfram að slá met.

Þó Warriors-liðið sé á svona fljúgandi siglingu, þýðir það ekki að sigrarnir séu búnir að vera eitthvað auðveldir, enda hafa tíu þeirra komið gegn Vesturdeildarliðum.

Síðustu þrír sigrar Warriors komu eftir æsispennandi lokamínútur með áhlaupum og endurkomum.

Þetta eru bara nauðsynlegar endurtekningar - æfingar fyrir strákana sem fara í reynslubankann sem er nú óðum að stækka.

Það er fyndið að fylgjast með umfjölluninni um liðið í kring um liðið í allri þessari velgengni.

Nær liðið að slá metið yfir flesta sigra í röð í uppafi leiktíðar? Nær það að vinna 72 eins og Chicago forðum? Er þetta sögulega sterkt lið? Er þetta skemmtilegasta lið sögunnar? Er Stephen Curry orðinn besta skytta allra tíma? Er hann besti körfuboltamaður í heimi í dag?

Við komumst að þessu öllu saman fljótlega, en það sem okkur finnst einna áhugaverðast við þetta er að sjá hvort bæði Curry og liðið í heild ná að halda svipuðum dampi í allan vetur. Það yrði ekki spennandi toppbarátta eða MVP-kapphlaup.

Curry þarf að fljúga út á Benidorm og vera þar á fylleríi í tvo mánuði til að einhver annar komist svo mikið sem inn í umræðuna um hver er að spila best allra í deildinni í dag.

Auðvitað kemur að því að Golden State fer að tapa leikjum og töpin koma oftar en ekki í leikjum sem enginn býst við.

Samkvæmt því ætti Golden State einmitt að tapa fyrir Denver eða Lakers í næstu tveimur leikjum og mistakast að setja met með því að komast í 16-0.

Hvort sem þetta tekst eða ekki, er samt áhugavert að skoða leikjaplanið hjá Warriors hérna til hliðar, sem sýnir leikina sem það á eftir fram að áramótum.

Það verður bara að segjast alveg eins og er að þetta er prógramm sem er eins "auðvelt" og það getur stærðfræðilega verið hjá liði í Vesturdeildinni.

Jú, það kemur þarna sjö leikja keppnisferðalag austur, en þetta eru meira og minna leikir gegn liðum sem eru ekki í sömu deild og Warriors hvað gæði snertir.

Því mætti í sjálfu sér ætla að Golden State ætti að geta búið sér til þægilegan púða á toppi Vesturdeildarinnar með öllum þessum huggulegheitum næstu vikurnar. Það er alveg inni í myndinni að liðið verði 30-2 eða eitthvað rugl um áramótin - stungið af.

Annars er þessi Vesturdeild bara algjörlega í ruglinu um þessar mundir og lítið sem ekkert er að spilast eins og það átti að gera (til dæmis til að Vegas-spárnar okkar gangi eftir).  Það eina sem meikar sens að svo stöddu er að það er útlit fyrir að Golden State fái álíka samkeppni (í deildarkeppninni) í vestrinu eins og Cleveland fær í austrinu. O.k., kannski ekki alveg svo litla, en þúst...

Auðvitað bjuggumst við öll við því að Dallas, Phoenix og Utah ættu eftir að fljúga inn í úrslitakeppnina á meðan Houston og New Orleans sætu eftir. Auðvitað.

Við reiknum nú með því að Vesturdeildin eigi eftir að rétta sig eitthvað aðeins af á næstu vikunum, en því er ekki að neita að það er drulluskemmtilegt að hafa þetta svona allt upp í loft.